Íslendingar ættu ekkert að þurfa að taka þessi próf til þess að halda áfram að búa á Íslandi, ertu alveg kexruglaður?
Var að benda á það að ætlast til þess að innflytjendur standi sig jafn vel og betur en langflestir íslendingar er frekar hart.
Ég efast um að svo margir myndu falla en fólk hefur hvort sem er bara gott af því að rækta tungumálakunnáttuna sína.
Sjáum hve mikið þú mannst 5-10 árum eftir að sast að skólabekk, ég fékk 9 í íslensku en myndi skítfalla í dag á öllu nema vonandi stafsetningu.
Sammála hinu þó, íslensku er nauðgað hrikalega.
Ekki allir krakkar sem taka prófið hafa búið hér svo lengi eða talað málið svo lengi. Ég heyrði t.d. sögu frá AFS um skiptinema sem lærði íslensku það vel að bekkjarfélagar hans voru að kíkja yfir á prófið hans í íslenskutímum.
Það er flott en margir sem hafa búið hér alla ævi falla á þessum blessuðu prófum, gefið að þeir hafa ekki lagt sig alla fram en þeir hafa þó talað málið nánast eingöngu í 10+ ár.
Það erfiðasta við að læra tungumálið er kannski ekki sjálft tungumálið heldur við íslendingarnir.
Ef útlendingur gengur inn í verslun og spyr: Hvar éeg finn mólk? þá fær hann til baka : Yeah see it´s over there!
íslendingar eru rosalega óþolinmóðir og þeir nenna ekki að standa í því að tönglast í gegnum setningarnar með útlendingum. Ég hef unnið á 2 50/50 útlendinga/íslendinga stöðum í dágóðan tíma og þá töluðum við alltaf ensku við útlendingana, líka þegar þeir spurðu okkur á bjagaðri íslensku.
Ég bjó í Noregi um tíma og þar var alltaf talað við mig á Norsku, það var ekki fyrr en fólk hafði endurtekið sama hlutinn 5x sem ég fékk ensku útgáfuna. Ég hefði verið 3x lengur að ná málinu ef enginn hefði gefið mér tækifæri til að reyna það.
Verð að segja að þegar ég les svona innflytjenda umræður verð ég mjög feginn að hafa verið íslendingur í Noregi en ekki Norðmaður á Íslandi :/