Þú sagðir suðusúkklaði? Ég veit ekkert hvað það er mörg prósent en ég veit það fyrir víst að mér finnst suðusúkkulaði vont, og já bara.. dökkt súkkulaði.
Bætt við 30. mars 2009 - 18:50 Og ég er ekki bjáni.
Jamm suðusúkkulaði er 45% kakó. Og því meira kakó því hollara verður súkkulaðið. Dularfullt að manneskju fyndist súkkulaði þar sem minna en helmingur af því er virkilega kakó vera dökkt :3
Haha það er allt venjulegt. Fer eftir því hvernig súkkulaði þú vandist sem barn í rauninni. Tökum frakka sem dæmi. Þar þykir það afar venjulegt að borða dökkt súkkulaði, jafnvel börnin gera það. Bara vegna þess að það er meira í boði heldur en sykurmeira súkkulaðið. And get this, þeir eru heilsuhraustari en aðrar þjóðir D:
mikið rétt, en eins og ég segi þá hefur það verið vísindalega sannað að 1 vínglas á dag getur ráðið stakkaskiptum um langlífi, t.d var elsta kona sem lifað hefur 122 ára gömul og hún sagði að leyndarmálið væri fólgið í 1 vínglasi á dag
Ég sé að þú sást ekki alveg grínið í þessu. Hinsvegar hvað varðar víndrykkju thingið sem þú sagðir hér fyrir neðan þá held ég að langlífisgenin í langlífum manneskjum vera sterkari faktor í þeim málum. Meðal annars sýna nýjustu rannsóknir okkur að víndrykkja getur verið mjög hættuleg.
Ef þú getur komist yfir páskaegg frá Kólus mæli ég með því. Það er svipað stórt og númer 7 frá Nóa, súkkulaðið er eins og kúlúsúkk og það er meira nammi en venjulega. Ég held það fáist í Kolaportinu, svo er fullt af fjáröflunum að selja það.
Ég ætla líka að prófa e-ð nýtt í ár, ætla að kaupa páskaegg úr ekta súkkulaði frá Mosfellsbakaríi, get ekki beðið.
Mig langar einmitt í þannig líka, rosa rosa stórt. :D Ég verð samt að kaupa mér tvö, svona með lakkrískurli og einhvern veginn sem ég hef aldrei smakkað! Ég er svo gráðug.
Ahhh, of mikið af möguleikum. Man bara að ég feilaði í fyrra (eða einhverntímann) og keypti rísegg, og fannst það viðbjóður. Svo að ég er ekki viss hvort ég eigi að riska lakkrísegg, maður gæti fengið ógeð.
Suðusúkkulaðiegg, tjah…suðusúkkulaði er fokkgott en í páskaeggi?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..