Ætlaði nú ekki að móðga þig, þú lagðir þetta upp.
Það er samt sem áður rökfræðin sem segir okkur að ef einhver tekur með sér matreiðslubækur á eyðieyju þá hefur hann áhuga á eldamennsku og hefur þ.a.l. væntanlega (aftur skv. rökfræði) betri kokkur og með meira vit á eldamennsku en hinir 2.
Þá, þegar þú og félagi þinn með matreiðslubækurnar ætlið að elda þriðja og myrta félagan ykkar, getur hann ef til vill ráðlagt þér hvernig er best að grilla mannakjöt, og kannski fundið einhverjar kryddjurtir og vínber (ekki endilega í erminni á sér, en kannski á eyjunni)
Svo er ég ekki sammála þessu með lífslíkurnar, ef félagi ykkar var nógu kjötmikill ætti hann að duga ykkur alveg í nokkra daga, og á þeim tíma gæti hjálp borist, nema þetta sé eyjan í LOST, þá þurfið þið að endast þarna í svona 10 þáttaraðir.