Ég held þú miklir þetta dálítið fyrir þér. En þetta er ágætis prófraun á persónu þína þú kemst að þvi úr hverju þú ert gerður. Mín reynsla er sú að um sé að ræða þríþættan vanda,
1. Líkamleg fíkn – Lausnin: a) takast á við vandann neita sér og líkamanum um fixið. b) hjálpa sér yfir erfiðistu hjallana með nikótín tyggjói eða að taka í vörina einu sinni á dag.
2. Félagsleg fíkn – Lausn : hópurinn sem þú hefur umgengist við reykingar verður að víkja í bili.
3. Venjur og keðjuverkandi hegðun – Færðu þér sígó þegar þú drekkur kaffi hmm hugleiddu að hætta því, færðu þér sígó á ákveðnum stöðum ekki vera þar (eða það sem betra er vendu þig á að taka út alla svona sérstaka staði (búa til reyklausa staði, eins og aldrei reykja í bílnum ekki í hádeginu, ekki á … o.s.frv.) áður en þú hættir að reykja, en eftir því sem mér skilst þá ertu hættur nú þegar og ég vona að það gangi bara vel. Verstu stundirnar eru þegar ekkert er að gera og stundin bíður upp á að setjast niður yfir feitri rettu. Mundu þá bara að þetta gengur yfir á smá tíma :-)
Annars á ég dálítð erfitt með að skilja fullyrðingar eins og hægt er að lesa hér að ofan að menn hafi ekki vitað um hve hættulegt þetta sé eða hversu ávanabindandi bla bla. Þetta er allt kennt í 3 - 4 ár í grunnskóla og getur bara ekki farið framhjá nokkrum einasta manni.