Vissulega eru örbylgjur ekki jónandi, á sama hátt og td. gammageislun. Hinsvegar hafa langtímaáhrif þess að fá í sig mikla rafsegulgeislun á þessu sviði ekki mikið verið rannsökuð.
Ég er ekki að fullyrða neitt um áhrif langvarandi örbylgjugeislunar, en ekki halda að þú sért sérfræðingur í málinu og getir fullyrt fram og aftur bara því þú þekkir rafsegulrófið í grunnatriðum.
Ég byggi skoðanir mínar á staðreyndum sem eru til staðar, þótt að ég sé ekki sérfræðingur.
Þær staðreyndir sem eru til staðar segja okkur að
örbylgjur valda ekki skemmdum á DNA,
örbylgjur leka ekki í gegnum hurðina,
ekkert bendir til þess að ör- og útvarpsbylgjur valdi krabbameini.
EF nýjar staðreyndir segja okkur að örbylgjur séu skaðlegar þá viðurkenni ég það að hafa rangt fyrir mér.
En ekkert bendir til þess að örbylgjur valdi krabbameini svo að halda öðru fram er óþarfi.