Jú, ég er alveg viðbúinn því að aðrir tjái sínar skoðanir, en mér finnst full algengt að þær séu settar fram í þeim eina tilgangi að traðka niður skoðanir á öndverðu meiði. Séu settar fram sem eina rétta lausnin. Ég veit þó allavega að mínar skoðanir eru ábyggilega ekki eina rétta lausnin, hef reyndar enga trú á að slík lausn sé til. Ég vil endilega sjá og heyra sem flestar skoðanir, til að móta mínar eigin betur. Sumir eru hinsvegar fullvissir um ágæti eigin skoðana, taka aldrei tillit til skoðana annara, og gera hvað sem þeir geta til að fá fólk á sína sveif. Það er það sem ég kalla hugmyndafræðilegt mikilmennskubrjálæði, og þykir það ansi algengt.
Tilgangslausar rökræður um trúmál var það sem var í gangi milli mín og vitrings áður en þú komst að, svo mér fannst það relevant.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.