Hmm, förum í gegnum þróunina:
Fyrst var fullt af slepjulegum dýrum í sjónum. Þau urðu stærri og stærri og enduðu með því að verpa eggjum (eins og flestar fiskategundir). Þessi dýr fóru að skríða á land og urðu að skriðdýrum sem verpa eggjum. Skriðdýrin verða td. að risaeðlum, sem verptu eggjum. Á meðan risaeðlurnar voru uppi urðu til fyrstu fuglarnir, þeir verptu eggjum. Fulginn þróaðist í margar áttir og varð loksins hæna sem verpir eggjum.
Ég held að það sé nokkuð ljóst hvort kom á undan.