Ég var fengin í það að vinna myndaþátt fyrir MR blaðið sem er að fara að koma út. Ég átti að mála bakgrunn á 7 ljósmyndir. Ég tók ógeðslega mikin tíma í þetta og ýtti skólaverkefnum til hliðar til að geta gert þessar myndir.
Þegar ég var búin að skila þessu og allir rosa ánægðir með þetta fékk ég að vita að hönnuður blaðsins sem er strákur í grafískri hönnun á fyrsta ári í LHÍ tók sig til og BREYTTI öllum myndunum mínum!!! Þeir sem hafa fingurna eitthvða í hönnun eða listum vita það að þetta er stranglega bannað, að taka verk annarra og breyta þeim án þeirra leyfi. Sem betur fer frétti ég þetta áður en blaðið fór í prenntun og brjálaðist útí gaurinn og ritnefndina fyrir að ætla að prennta þetta án míns leyfis og krafðist þess að myndirnar væru birtar eins og ég gerði það.
Svo núna í morgun komst ég að því að þau eru bara hætt við að birta myndirnar mínar og hönnnuðurinn ætlar bara að vinnna myndirnar aftur!!!!!!
Allur þessi tími sem ég eyddi í þetta farinn í ruslið!
Ég er ógeðslega reið!