Það væri æðislegt ef að eitthvað vissi hvað í fjáranum væri að hendinni á mér.
Fyrir svona tveim dögum byrjaði ég að fá svona verk í hægri úlnliðinn (ég er samt lefty D: ) svona eins og þegar að maður reynir mikið á hann og teygir ekki eftirá. Nema svo er þetta farið að fara vesnandi. Þetta lýsir sér eins og tognun (s.s. vont að beygja hana, halda á hlutum, ýta þeim frá sér, toga þá að sér.. loka hurðum) nema að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég sé tognuð, ég nota þessa hendi ekki í neitt.
Mér datt í hug sinskeiðabólgu (mögulega vitlaust skrifað) nema að ég er ekkert bólgin, og maður bólgnar víst með þannig.
Mér er illt, meira illt eftir að ég heimskaðist til að fara að kassamellast. Ég er feitt pirruð.
Hefur eitthver hugmynd um hvað þetta gæti verið?