I would like to just list what we did and what the Stones did two months after on every fuckin' album. Every fuckin' thing we did, Mick does exactly the same - John Lennon
Lennon var nátturulega hrikalegur vindbelgur.
Það væri gaman að fá útlistun á þessu frá honum.
Það eina sem mér dettur í hug er notkun Stónsara á sítar í Paint it black (sem er að mínu mati miklu betra lag og sítarnotkun en Norweigan wood, Love you to eða Within without you).
Fyrstu 6 plötur Stones eru blúsaðar, gjörólíkar Bitlamúsíkinni og varla eitt catchy lag að finna á þeim.
Oft er talað um að Satanic majestic request sé Peppers copy en að coverinu undanskyldu og að hafa “reprise” lag þá eiga þessar plötur ekkert sameiginlegt, Satanic er dimm og þung en Peppers er létt og fjörug.
Það væri mun nær lagi að segja að Peppers sé copy af Beetween the buttons með hoppandi píanóum, sinfoníum og grípandi viðlögum.
Ég heyrði einu sinni í útvarpinu einhvern þulinn segja að “You can´t always get what you want” væri tilraun Stones til að herma eftir “Hey Jude” sem hefði brotið regluna um að lög mættu ekki vera lengri en 5 mín. Mjög heimskulegt þegar fullt af lögum höfðu komið út síðustu ár sem brutu þessa reglu og þar af meðal nokkur Stóns lög, meira segja eitt frá 66 sem var 11 mínutur.
Soldið týpiskt fyrir Bítlanna, þeir fá ótal credit fyrir hluti sem þér gerðu ekki og það má enginn gera neitt á eftir Bítlunum því þá er verið að stela því jafnvel þó að margir hafi gert það áður.
Ég segi að Stones séu betri svona til að svara spurningunni, þeir fundu upp nýja tegund rokktónlistar með fyrstu plötunum sínum (jafnvel þó þær væru mest coverlög) og héldu sér við toppinn alveg út sjöunda áratuginn og voru eina hljómsveitin af sinni kynslóð (með Who) sem gat staðið í hárinu á Zeppelin, Purple og öðrum 70´s risum.