Langar þig til þess að fara í heimsreisu? Langar þig til þess að sjá heiminn með eigin augum? Langar þig til þess að ferðast um Bandaríkin, Ástralíu, Asíu og Afríku allt í einni ferð?

Well, leitaðu ei lengur.

Ok nenni þessu ekki. Mig vantar ferðafélaga, mig vantar svo sárlega ferðafélaga. Ég ætla mér í heimsreisu í september, október eða nóvember á þessu ári(fer eftir því hversu miklu mér tekst á safna á svona stuttum tíma)og ég þori ekki að fara ein. Meina, það er helling af kreisí liði þarna úti sem steypir mann í tunnu fyrir þúsundkall. Plús það er alltaf skemmtilegra að ferðast með einhverjum, eða það finnst mér.

Planið er að fljúga til London, því á www.roundtheworldflights.com er hægt að panta sér heimsreisu frá London, fara þaðan til Los Angeles, mögulega Las Vegas og Hawaii ef tími og peningar leyfa, þaðan til Sidney, Auckland, Tokyo, Capetown og mögulega fleirri landa innan Asíu og Afríku ef tími og peningar leyfa, enda svo ferðina í Amsterdam.

Og áður en þið stimplið mig klikkaða þá er kreppan bara hugarfar og það er fullt af íslendingum í þessu einmitt núna sbr. http://www.bakpokinn.com/ferdablogg.html…

Ég er geðveikt skemmtilegur ferðafélagi! Lofa!

“Wanted. Female roommate, non-smoker, non-ugly.”

Samt ekki, mátt reykja fyrir mér og vera karlmaður og vera ljótur. Bara ef þú ert skemmtilegur og easy going þá er ég sátt.

Svo ef þér leiðist og átt ógla mikinn pening. Plís.

Og já ástæðan fyrir því að ég er að leita er sú að ég á bara gamla vini sem eru í pari, semsagt, geta ekki aðskilið sig frá sínum heittelskaða í meir en mánuð og fyrir mér þarf þetta að vera meir en mánuður.