Var að tala við lobsterman um ör, af einhverri undarlegri ástæðu… og ég er með nokkur furðuleg ör sem komu af mjööög undarlegum ástæðum.
Dæmi:
Fjögur ör fyrir ofan úlnlið á hægri hendi - Fatherfucker brennimerkti mig með gaffli.
Broskall á vinstri hendi - var að leika mér með hringfara, gerði sviga… og svo leit það svo kjánalega út svo ég gerði tvo punkta - og lítur enn verr út núna.
Lítið ör á öxl - Reyndi að slétta á mér hárið með straujárni.

Eruð þið með einhver skemmtileg ör til að segja frá?