Pólverjar eru betri en þú
Eflaust margir þeirra, en þó ekki allir
Það að remixa lög gerir þig ekki að tónlistarmanni, það gerir þig að fávita.
Það gerir þig ekki að tónlistamanni, því er ég sammála. En fáviti er kannski ýkt, hálfviti væri nær lagi.
Guð er ekki til
Er og verður alltaf deilumál
Það er ekkert merkilagt við regnboga
Jú, regnið brýtur niður ljósbrot, og þetta verður allt ýkt töff!
Langflestum er sama um þig
Ef þú ert að meina svona eins og; bankanum, símfyrirtækjum, stórfyrirtækjum o.s.frv. þá er ég alveg sammála, en ef þú meinar fólk almennt, þá hef ég miklu meiri trú á fólki.
Enginn les bloggið þitt
Ég blogga ekki sjálf, en ég les blogg annara svo þetta stenst ekki.
Íslenska er að deyja
Þetta er nú þó nokkuð miklar ýkjur. Íslendingar sletta nú reyndar frekar mikið, en það er langt í að við hættum að tala íslensku. Auk þess sem við eigum svo sterkt ritmál að þrátt fyrir að enginn tali íslensku lengur þá getur fólk enn lært hana af öllum bókunum okkar að hún deyr aldrei alveg.
Geysir er ekkert flottur
öö.. Jú, nú ertu bara að reyna of mikið.
Þau eru að hlægja að þér, ekki með þér
Fer það nú ekki bara eftir aðstæðum? Ég veit ekki betur en það sé frekar mikið hlegið í kringum þig, er enginn að hlægja með þér??
Svart fólk er betra en hvítt fólk
Alveg örugglega í einhverjum tilfellum, en það er frekar bjánalegt að alhæfa svona, er frekra persónu bundið, frekar en kynþáttabundið.
Atkvæðið þitt skiptir ekki máli
Ef þú ert að meina, í kosningum hér á landi, þá er ég ekki sammála. Það er mjög mikilvægt að bæði stjórnmálamenn og almenningur í landinu viti hvar við stöndum. Hvert atkvæði, þótt það sé autt skiptir miklu máli.
Restin var að sjálfsögðu alsönn =)