Það er sama hvaða tónlist þú hlustar á, hún hefur einhverntímann verið mainstream eða fengið innblástur frá mainstream tónlist.
Það er ekki rétt. Hvenær var Krautrock mainstream? eða grindcore? eða industrial?
Hin staðhæfingin er líka röng, langoftast voru og eru mainstream listamenn að selja til fjöldans það sem undergroundið skapaði hvort sem það er Elvis eða Nirvana. Ekki öfugt. Oft hefur fjöldinn þó gripið eitthvað nýtt og spennandi þó, eins og pönkið td og gert það mainstream í leiðinni.
Þú græðir ekki kúlpoints hjá neinum á því að hata mainstream.
Jú líklega hjá fullt af fólki, ekki mér þó og greinilega ekki hjá þér heldur.
Þó svo að þú sért tæknilega betri gítarleikari á sviði metals( squeel, gítarsólo etc.) þýðir það ekki að þú getir spilað mainstream tónlist.
Þó einhver sé meistari í metal þá þýðir það ekki að hann geti spilað gott bluegrass nei en hvort hann geti leikið Coldplay lög er nokkuð víst.
Það er tæknilega mun erfiðara að semja tónlist fyrir fjöldann, sem liggur vel í eyrum sem flestra.
Hvers vegna? Er ekki bara erfiðara að semja góða tónlist, óháð því hve margir eiga eftir að fíla hana? Heldur þú að White christmas (60 milljón eintök seld) hafi verið erfiðara að semja en eitthvað random lag?
Heyrir þú oft listamenn tala um hve erfitt og hve langan tíma það tók að semja lögin sem nutu svo vinsælda?
Það er ekki til góð eða vond tónlist, mælikvarði á tónlist hefur ekki ennþá verið fundinn upp
Þó að ég sé á móti svo flokkunum “æðri” og “óæðri” tónlist og fullyrðingum um að mainstream sé bara drasl og þvíumlíkt finnst mér svona hugsunarháttur hrikalega leiðinlegur. Fyrir það fyrsta þá getum við dæmt tónlist eftir td. frumleika, fjölbreyttni, einlægni (soldið tricky) og hljóðfæraleik, þetta eru ekki hlutdrægir hlutir sem velta á skoðunum.
En það sem fer aðallega í taugarnar á mér er að með þessu ertu raunverulega að drulla yfir alla sem hafa virkilegan áhuga á tónlist eða öðrum listum og hafa gaman að pæla í hlutunum.
Með því að segja að það sé ekkert gott eða slæmt þá ertu væntanlega að segja að þetta sé allt saman smekksatriði.. og það er rétt, nema að fólk hefur misgóðan smekk (þekkingu) á viðfangsefninu.
Ætlar þú í alvörunni að halda því fram að þú eða ég séum jafn hæfir til að dæma ljóðlist, myndlist eða nútímadans og einhverjir gaurar sem eru búnir að pæla í þessum listum í mörg ár, fylgjast með, kynna sér stefnur, stíla og fleiri tugi eða hundruði listamanna?
Tökum mig sem dæmi. Ég horfði um daginn á Citizen Kane sem á að vera besta mynd allra tíma, mér fannst hún barasta alveg ágæt, ekkert spes samt. Vandinn er að ég veit nátturulega ekki jack um kvikmyndir og geri mér engan vegin grein fyrir því hvert var normið í kvikmyndum árið 1940 þegar myndin kom út. Fróður kvikmyndaáhugamaður aftur á móti ætti að vita það og hann myndi sjá og skilja ansi margt sem ég myndi missa af og væri þarafleiðandi talsvert betur að sér kominn til að dæma myndina.
Ætti ég þá að segja við hann: Þér finnst hún frábær, mér fannst hún lala…. hún er ekkert góð eða vond, það er bara smekksatriði maður.
en ef við tölum um aðdáendur og hlustun hefur popptónlist vinninginn
Hvernig og í hverju?
Hugsa að hörðustu popparar myndi viðurkenna undir pressu og fengju þeir nægar upplýsingar að undergroundið hafi oft verið talsvert merkilegra en mainstreamið. Efa að poppáhugamenn sé það þrjóskir að þeir reyni að þræta fyrir það að td minna hafi verið spunnið í Eagles eða Foreigners en td Tangerine dream eða Can sem voru á sama tíma að byggja grunninn af flestri raftónlist sem við heyrum í útvarpinu í dag?? Eða pönktónlist Husker du og Minutemen á móti 80´s synth poppi sem var yfirráðandi á vinsældarlistum út um allan heim.
Bara að taka það fram í endann að ég tel mainstream geta verið alveg jafn gott og underground