núna síðustu nótt dreymdi mig að að ég væri úti að rölta um götuna heima (bý úti á landi) og það voru klikkað flott norðurljós, svipuð þeim og voru fyrir ofan Muse tónleikana ef einhver man eftir því.
Norðurljósin voru samt allveg kassalaga, og á frekar litlu svæði, miðað við allann himininn. og svo byrjuðu þau alltaf að koma nær og nær, og þá sá ég að þetta voru í raun herflaugar, og þær droppuðu svona sprengjum yfir allt.
ég var náttúrulega að skíta í mig þegar sprengjurnar voru á leiðinni niður, en þegar þær lentu kom bara eitthvað gas útúr þeim. svo ég hljóp inn, náði í alla famelíuna og við klifruðum uppá bílskúrinn hjá nágrannanum (veit ekki afhverju, hann er 2hæðir) og héldum þar niðrí í okkur andanum þangað til gasið var farið.
allt í einu byrjuðu herflaugarnar að byrja að senda allvöru stórar sprengjur á reykjavík, og ein sprengjan lenti greinilega á húsi vinar míns því hundurinn skaust frá húsinu hans og allaleið upp í sveit, þar sem eg á heima. (sem tekur klukkutíma að keyra) og lifði af.
hundurinn, sem er Terrier btw, var með svona lítið leikfanga svín úr plasti í munninum, og mér og litla bróður mínum fannst þetta ógeðslega fyndið svín af einhverjum ástæðum.
svo vorum við familían bara að reyna að lifa af án þess að fá mat eða neitt geðveikt lengi.
ógeðslega raunverulegur draumur, og ég var eiginlega frekar svekktur þegar ég vaknaði, að sjá ekki hvað myndi gerast næst :P
þegar ég var í grunnskóla dreymdi mig alltaf sama drauminn, ég var í Laugarnes skóla, ef þið vitið hvaða skóli það er. frekar hár.
hann allavega gekk út á að ég og félagi minn vorum eitthvað að dunda okkur á skólalóðinni, og svo kom munkur labbandi með staf. og hann labbaði ógeðslega hægt.
ég og vinur minn tókum stafinn af honum og hentum honum uppá þakið, en þá byrjaði tíminn að líða geðveikt hægt hjá okkur, en ekki gamla munkinum. svo hann labbaði mikið hraðar en við, og elti okkur útum allt. þetta var svona svipaður munkur og í Heroes III leikjunum, í brúnum kufli með hettu og það sást ekki í andlitið
Hræðilegur draumur sem hræðir mig enn í dag