Já, ég þoli ekki þegar fólk segist vera búið að gerast grænmetisæta og voða duglegt og allt það. En borðar síðan bara ekkert grænmeti, heldur lifa þau á brauði og kornmeti!
Hvar í fjandanum er grænmetið? Jú, margir gerast grænmetisætur til þess að styrkja dýraréttindi. En um leið eru þau að fara ótrúlega illa með sjálf sig, vegna þess að þá eru þau kannski búin að taka í burtu það eina sem hélt þeim í sínum þyngdarflokki.
Og þá, með tímanum. Verða þau bara feit, ofát á brauði og næringarlausum mat hefur tekið sinn toll og bætt nokkrum aukakílóum við.
Vinkona mín er sjálf svona “grænmetisæta.” Hún gerðist grænmetisæta fyrir alvöru fyrir svona rúmlega einu og hálfu ári síðan, búin að gera fullt að tilraunum fyrirfram, en þarna þá gekk það upp hjá henni. Og núna, þá er hún örugglega búin að bæta við sig að minnsta kosti sjö eða átta kílóum. Það eina sem hún lifir á er bakarísmatur og pasta. Hún drakk bara kók, bæði fyrir og eftir að hún gerðist grænmetisæta. Og þetta er barasta orðið eins og bjórvömb á henni! Og í ofanálag þá hreyfir hún sig bókstaflega ekki neitt, hún situr heima allan daginn eða er í skólanum. Þannig að hún hefur ekki einu sinni neina hreyfingu til þess að bera upp á móti.
Svo þorir maður ekki að kommenta á þetta hjá henni af hræðslu við að særa hana!
Ég er ótrúlega þreytt á þessu. Flott hjá fólki að gerast grænmetisætur, en þá verður það líka að borða grænmeti, ekki brauð!
Brauðæturnar þurfa að fara að taka sig á.
Bætt við 14. febrúar 2009 - 02:48
Já, ég vil segja að þetta á ekki við um allar grænmetisætur.
Þetta á bara við um þau sem lifa eins og ég lýsi, ef einhver er grænmetisæta og heldur sér ágætlega þannig þá er það bara frábært!