ég er ógeðslega pirruð
Ekki bara það að ég varð veik, sem er fáranlegt þar sem að ég hef ekki orðið veik að alvöru síðan árið 2007 (ef að maður telur ekki með hina og þessa smákvilla)
Svo auðvitað, þar sem að ég varð veik þá beilaði ég á eftirsetu í skólanum útaf þessum þrem skrópum í vikunni (guðdómlegt nýja kerfið, ef að maður fær þrjú skróp skuldar maður klukkutíma eftirsetu í enda vikunnar, 2 klukkutíma fyrir sex skróp o.s.f.v), sem þýðir að ég þarf að gjalda fyrir það í næstu viku, sem að ég nenni bara alls ekki. Hefði viljað klárað það af sem fyrst.
Svo að sjálfsögðu verð ég veik einmitt þegar að ég á að fara í bæinn yfir helgina, svo að í staðin fyrir að vera að gera eitthvað ultra fun í reykjavík sit ég föst í þessum skíta bæ, þar sem er rigning í þokkabót.
Ég gæfi allt fyrir moutain dew og ben and jerry's ís núna, ef ég bara ætti pening og heilsu til að fara útí búð. Sigh.
Og í þokkabót er ég yfir mig pirruð yfir því hvað sumt fólk þarf alltaf að vera með eitthvað bölvað vesen eða svo fullt af kjaftæði að það flæðir nánast út um eyrun á því, halda svo að allt og allir falli fyrir ruglinu og trúi öllu sem það segir.
Nennir eitthver að hringja í vælubílinn fyrir mig?
Inneignin mín er búin.