Ég hef nefnilega ekki hugmynd. Held að þessi gæji muni seint fúnkera í samfélaginu, og það munu fáir geðlæknar taka hann að sér í meðferð með glöðu geði. Manni finnst dauðarefsing náttúrulega frekar gróf “lausn”, þannig að ég bara veit það ekki. Ég veit bara það að ég vil ekki búa í samfélagi sem borgar undir einstaklinga sem vilja eyðileggja það, og eyðileggja aðra einstaklinga innan þess.
Einhversskonar fanga-eyja hljómar svosem ekkert svo illa, en það býður bara uppá svo margt slæmt líka.