Ég skil ekki alveg hvað það er sem þið viljið að sé gert, ég er alveg sammála að dómurinn er of vægur en enginn hérna virðist vera með neina lausn.
Það er bara röflað yfir því hvað þetta er ógeðslegt og það eigi að loka manninn inni eða drepa hann.
*Það er rosalega dýrt að hafa fólk í fangelsi, landið okkar hefur ekki efni á því að hafa lífstíðar dóma eð annað sambærilegt.
*Það er sannað að engin kemur betir manneskja úr fangelsi, svo tilgangurinn með þeim er frekar lítill.
*Dómskerfið snýst ekki um hefnd, heldur það að vermda almenning.
Það sem mér fyndist vera eini rökrétti kosturinn í þessu máli (sem og svo mörgum öðrum) er að manninum verði veitt einhverskonar meðferð.
Hann er veikur, allir sem haga sér svona eru með einhvernskonar geðveilu, afhverju ættum við að henda skattpeningunum okkar í að geyma hann í klefa í fjölda ára þegar hann kemur alveg jafn vondur út aftur?
Hár fangelsisdómur er ekki lausnin, og dauðarefsingar eru það svo sannarlega ekki.
Bætt við 12. febrúar 2009 - 13:16
Vernda*
Og þá er ég að meina, það er allt í góðu að læsa mannin inni á meðan að meðferðinni stendur. Þá myndi það jafnvel leiða til góðs!