Nafnið virðist hafa verið notað á Íslandi frá því seint á 12. öld og verið vinsælt æ síðan. Í manntalinu 1703 báru 111 karlar það en 1910 voru nafnberar 160. Árið 1989 var 381 karl skráður með þessu nafni í þjóðskrá. Ritmyndin Andrjes tíðkast einnig. Árið 1982 rituðu 234 nafn sitt svo samkvæmt þjóðskrá en 124 rituðu nafn sitt Andrés. Á Norðurlöndum hefur nafnið tíðkast síðan á 12. öld í ýmsum myndum Anders og Andreas. Í Noregi tíðkuðust einnig ritmyndirnar Andres og Andris.
Nafnið virðist hafa verið notað á Íslandi frá því seint á 12. öld og verið vinsælt æ síðan. Í manntalinu 1703 báru 111 karlar það en 1910 voru nafnberar 160. Árið 1989 var 381 karl skráður með þessu nafni í þjóðskrá. Ritmyndin Andrjes tíðkast einnig. Árið 1982 rituðu 234 nafn sitt svo samkvæmt þjóðskrá en 124 rituðu nafn sitt Andrés. Á Norðurlöndum hefur nafnið tíðkast síðan á 12. öld í ýmsum myndum Anders og Andreas. Í Noregi tíðkuðust einnig ritmyndirnar Andres og Andris.Nafnið er sótt til Biblíunnar, ættað frá gríska nafninu Andréas, gælunafn eða stytting af nöfnum sem hófust á Andro- (orðin til við samruna nafnorðsins anér, í eignarfalli andrós, “maður” og lýsingarorðsins andreios “karlmannlegur, hugrakkur”). Kvenmannsnafnið Andrea er af sama toga. Ensk mynd nafnsins er Andrew, frönsk André, ítölsk Andrea, spænsk Andrés, þýsk Andreas, rússnesk Andrei, Andrej, finnsk Antero. Andrésarmessa er 30. júlí.