Ertu viss um að þú skyljir frasa eins og “að drefia athyglinni”?
Það er ekki bara nóg að sjá orðið „athygli“, sem þú þekkir og hefur séð áður og hugsa: „Já! Ég veit hvað athygli þýðir, það er svona eins og í athyglissýki“. Nei, að skilja stök orð er ekki nóg, þú verður líka að skylja samhengið.
Að dreifa athyglinni, í þessu samhengi, þýðir að beina athygli þinni að einhverju öðru. Ég er td. núna búinn að vera að læra síðan á hádegi og búinn að einbeita mér að sama hlutnum í rúma 3 klukkutíma. Þá finnst mér gott að hugsa um eitthvað annað í stutta stund og snúa svo aftur að verka tvíefldur.
Að drefia athyglinni, í þessu samhengi, þýðir ekki að leitast eftir athygli annarra, sem er það sem athyglissýki gengur út á. Þetta er vegna þess að umrædd athygli er þín eigin athygli en ekki athygli annarra.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“