Ég á eina góða dettisögu…
Þegar ég var busi, þetta var á 2. deginum í skólanum, þá var ég að labba í GamlaSkóla. Er í MA og Gamli Skóli er meira en 100 ára gamalt hús. Stigarnir þar eru svaakalega sleipir og ég datt ofarlega í stiganum og pompaði alla leið niður. Það vildi líka svo skemmtilega til að ég hélt á opnum jógúrtdrykk sem sullaðist yfir mig alla…
Svo er líka gaman að segja frá því að ég var í busabúningnum mínum: neongrænt band um hausinn, snuð, bleikur smekkur, bleikir pappírsvængir og bleikar hjartablöðrur á bakinu á mér, pappírshjarta sem stóð á “krúttulíus” og bolur sem var búið að krota útum allt á. Og örugglega eitthvað sem ér er að gleyma =P
Og það var fuullt af fólki þarna..haha =P
Ógeðslega vandræðalegt een brjálæðislega fyndið svona nokkrum árum seinna ;)
Hello, is there anybody in there?