Ég er með ótakmarkað erlent download hjá símanum. Þegar ég downloada 8gb á einni viku þá minnka þeir hraðann hjá mér þangað til erlent download “fer aftur í eðlilega stöðu” eða eitthvað! Internetið er alveg hræðilegt get ekkert gert. Mega þeir gera þetta? Þeir auglýsa þetta sem ÓTAKMARKAÐ síðan hvenær er ótakmarkað 40 gb á mánuði?!



Ágæti viðskiptavinur,

Á síðustu sjö dögum fór erlent niðurhal á gagnatengingunni þinni yfir 10 gígabæti Þar sem slík notkun er langt yfir meðalnotkun þá telst hún óhófleg samkvæmt skilmálum Internetþjónustu Símans og hefur áhrif á þjónustu annarra viðskiptavina. Af þessum sökum hefur bandvídd þín til útlanda verið takmörkuð við 1,024 kílóbita á sekúndu. Uppsafnað niðurhal er tekið saman á klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent niðurhal er aftur innan hóflegra marka.

mbk,
Síminn