.
Að dauð blóm sjúgi orku frá manni.
Móðir mín var rétt í þessu að koma inn í herbergið mitt og kvarta yfir því að það stæðu dauð blóm á hillunni minni. Hún sagði að þetta væri ekki gott fyrir heilsuna þar sem blóm sem eru að deyja “sjúgi orku frá okkur”. Ég sagði við hana að mér þætti það frekar ólíklegt þar sem blóm anda að sér koltvíoxíði og láti frá sér súrefni, öfugt við okkur. En hú var alveg viss um þetta og sagði mer m.a. að spyrja frænku mína sem er eitthvað blómaexpert. Þannig mér fannst sniðugt að pósta þetta hingað og sjá hvort einhver hefði heyrt þetta áður.