Mig vantar ISIC eða International Student Indentity Card. Ég er að fara í námsferð til útlanda og það er mælt með að hafa þetta kort, svo fær maður afslætti útá þetta.
Ég veit að bankarnir gáfu einu sinni út svona kort, en þeir eru hættir því.
Það var líka eitthvað sem hét Stúdentaferðir eða exit.is, en samkvæmt mínum upplýsingum er það fyrirtæki bara horfið.
Ég spurði útí HÍ hvort þau vissu eitthvað, enginn þar vissi neitt.
Ég spurði á einhverju international dæmi hvar þetta gæti verið, þá var mér bent á skrifstofur ISIC í Indlandi (já, alveg það sama og Ísland)
Er einhver hér sem hefur hugmynd um hvað varð um þetta dæmi?