Hvítur er allir litirnir blandaðir á viðbætandi (e. ‘additive’) hátt, á meðan brúnn er allir litirnir blandaðir á frádragandi (e. ‘subtractive’).
Ef við hugsum þetta sem annarsvegar ljósgjafa með lit, og hinsvegar hlut sem hleypir í gegnum sig vissum lit (þ.e. er einhvernvegin á litinn) þá verður ljósið hvítt ef það felur í sér alla liti, en gegnumskinið verður brúnt (eða svart, ef það er nógu dökkt) því það hleypir ekki í gegnum sig litunum.
Ef við einföldum þetta enn frekar og skoðum bara frumlit, þá skulum við ímynda okkur að við séum með rautt, hálf-gegnsætt gler. Ef við lýsum hvítu ljósi í gegnum glerið þá hleypir það rauða litnum í gegnum sig, en ekki gulum og bláum. Ef við leggjum síðan blátt gler ofaná (þá virðast þau fjólublá) og hleypa bara í gegnum sig þeim lit (þeirri ljóstíðni) sem þessi tvö gler eiga sameiginlegan, þ.e. fjólubláum, en ekki öðrum litum sem glerplöturnar stakar hefðu hleypt í gegnum sig. Ef við göngum síðan lengra og setjum gult gler ofaná þá mun þessi stafli ekki hleypa í gegnum sig gulum og bláum því rauði leyfir það ekki, ekki hleypa í gegnum sig rauðum og gulum því blái leyfir það ekki, og ekki hleypa í gegnum sig bláum og rauðum því guli leyfir það ekki. (Þarna sést t.d. hvernig gulur er andstæða fjólublás, því fjólublár er liturinn sem rauður+blár hleypa í gegnum sig, en svo kemur gula glerið og “lokar” endanlega á það og þarmeð verður rauð+blá+gula glerið basicly svart)
Þetta er dæmi um frádragandi blöndun ljóss.
Varstu að spyrja af einskærri forvitni (og gúgle-leti), eða hélstu að þú værir algjör smart-ass?
Getur skoðað muninn á þessum tveimur myndum ef þú átt í vandræðum með að sjá þetta fyrir þér:
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/c2/AdditiveColor.svg/400px-AdditiveColor.svg.pnghttp://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/1/19/SubtractiveColor.svg/400px-SubtractiveColor.svg.png