Námsráðgjafar í skólum bjóða líka upp á svona próf. Fyrirtæki hafa einkaleyfi á þessum prófum og þess vegna er aðeins hægt að taka þau hjá fagfólki sem kaupir síðan sjálft leyfi til þess að leggja þau fyrir annað fólk.
það nám sem mig langar mest í er viðskiptafræði eða smiðurinn, viðskiptafræði er rosaleg stærðfræði og er ég bara ekki nógu góður í henni þar sem kennarinn útskýrir þetta ekki nógu vel fyrir mér og svona…
Ég fór í svona í skólanum mínum, kostaði 800 kr hjá námsráðgjafa. Þetta var alveg fínt fannst mér, maður sér svona aðeins fleiri möguleika fyrir framtíðina, mæli með þessu.
Kíktu á námsráðgjafann. Einnig er hægt að taka eitthvað Bandarískt áhugasviðspróf hjá Háskólanum sem kostar um 5000 kr. og hef ég heyrt að það skili mjög nákvæmri niðurstöðu. Ég býst samt við að það sé fyrir fólk sem lokið hefur stúdentsprófi. Ég fullyrði samt ekkert.
Ég tók svona í 10. bekk minnir mig. Fékk þá niðurstöðu að ég ætti að vera forvörður eða eitthvað álíka, vinna á safni, taka á móti nýjum hlutum, pússa þá til og sjá til þess að þeir væru nógu vel gerðir og setja þá upp. Get ekki sagt að ég sé mikið sammála því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..