Er ég ein um að vera illa við það?

Mér er nú reyndar illa við öll ólögleg vímuefni, en kærastinn minn var oft að messa yfir mér hvað það var hættulausara en áfengi og minni líkur á að vera háður því og blablabla…mér líður bara ekkert betur eða líkar eitthvað betur við það.

Sjálfsögðu var hann að messa yfir mér afþví honum langaði að prófa. Ég fæ frekar slæma tilfinningu fyrir því, en ég get ekki stjórnað honum þannig ég var búin að biðja hann um tvo hluti ef hann myndi prófa, það var að reykja ekki þegar hann er með mér og heeelst ekki gera það oftar en einu sinni.

Ég veit að hann virðir fyrra hlutinn en ég er nokkuð viss um að seinni hlutinn verði það ekki.

Hringdi í hann seint í gær eftir vinnu til að spjalla, en hann fór í sumarbústað með vinum. Af sjálfsögðu var súperfyllerí, en ég hef ekkert á móti því. Ég spurði hann í ganni(vissi svarið nú þegar) hvort hann væri fullur og hann svaraði:“ já! fullur og freðinn!”

Jæja, ég var ekkert að ergja mig, spurði hann hvað hann hafi verið að gera, þó enn og aftur vissi ég svarið. Hann var að reykja gras, og held ég fyrsta skiptið hans.

Satt að segja varð ég fyrir pínku vonbirgðum en ég skil alveg að hann vilji prófa, og ég er ekki reið út í hann, en ég hætti samt ekki að finnast þetta í ólagi.

Ég er bara forvitin um hvort að fleiri séu sammála eða hvort ég sé bara geðveikt gamaldags=].

Lol og núna er hann örugglega steinsofandi,svarar ekki símanum. Einn verður þuuunnur:'D.

Skítköst vinsamlegast haldið í lágmarki.
www.myspace.com/amandarinan