Á leið minni í skólann var ég að hlusta á útvarpið, man ekki hvaða stöð né þátt en held það hafi verið Ísland í Bítið á Bylgjunni.
Allavega, þar var sagt frá því að í mótmælum síðustu dag stillti mótmælandi sér upp fyrir framan lögregluþjón í óeirðarbúningi og öskraði “fasisti fasisti fasisti!”
Lögreglumaðurinn tók af sér grímuna og svaraði:
“Ég er sjálfur með bílalán, ég er sjálfur í rusli yfir mínum fjármálum, konan mín er búin að missa vinnuna og ég þarf að vera hér að gera þetta. Heldur þú að mér sé skemmt?”
Það þarf vart að taka það fram að mótmælandinn dróg sig að svo stöddu í hlé.
Það sem fólk áttar sig ekki á er að löggan er í sömu stöðu og við hin, en þeir þurfa að gera það sem þeir þurfa að gera til að halda vinnunni. Auðvitað er einn og einn þarna inn á milli sem að missir stjórn á sér og beitir kylfu eða piparúða óhóflega, og það á að taka á því.
En svo eru líka vitleysingar í röðum mótmælenda sem grýta lögregluna og brjóta rúður, sem er engum til framdráttur og gerir í raun ekkert annað en að veikja trúverðugleika mótmælendanna.