Nei.

Í Sjónvarpinu var sagt nú í kvöld að hér hefði forsætisráðherra aldrei orðið fyrir öðru eins aðkasti og í dag á öllum lýðveldistímanum. ÞAÐ ER DELLA.

Kristján Jónsson, fyrrum klefanautur minn á Mogganum, skrifaði:

30. mars 1949: “Reykjavík var enn lítill bær, Kópavogur varla til, meirihluti þjóðarinnar bjó úti á landsbyggðinni. En allt að 10 þúsund manns munu hafa verið á Austurvelli. Flestir viðstaddra voru sennilega á móti inngöngunni og kröfðust margir þjóðaratkvæðis. Var auðvelt fyrir þá grimmustu að kasta grjóti og öðru rusli að þinghúsinu og fela sig í mannþrönginni.

Kastað var grjóti að þingmönnum og ráðherrum og mildi að ekki varð manntjón. Nokkrir lögreglumenn og óbreyttir borgarar úr röðum beggja deiluaðila, alls um tuttugu manns, slösuðust en enginn þó alvarlega.

Þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ætlaði eftir atkvæðagreiðsluna að setjast inn í bíl með öðrum þingmönnum við Alþingishúsið var kastað steini í bílinn og maður nokkur réðst á ráðherrann og reyndi að draga hann út. ”Þarna ertu helvítið þitt, Bjarni Benediktsson,“ sagði maðurinn.

Sautján ára gagnfræðaskólastúlka gekk að Stefáni Jóhanni Stefánssyni forsætisráðherra, er var að koma út úr þinghúsinu, og rak honum kinnhest. Henni fannst að ráðherra hefði svikið sig.”

Steini Briem, 22.1.2009 kl. 00:55

Bætt við 22. janúar 2009 - 01:18
Svona til að hafa það með, þá er þetta tekið af bloggsíðu Ómars Ragnarssonar.

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/778995/