Fólk sem að heldur að það hafi rétt fyrir sér sama hvaða rök maður kemur gegn þeim og sama hversu mikið maður veit að það hefur rangt fyrir sér.
Lélegir kennarar sem að eyða tímanum manns í ekki neitt.
Fólk sem skilur ekki sama hversu mikið maður reynir að útskýra.
Fólk sem skemmir fyrir öðrum.
Flasa.
Hiti.
Að geta ekki sofnað.
Að fólk segir að ég sé eitthvað sem ég er ekki.
Mistök.
Að einhver hati mann og maður veit ekki afhverju.
Uppáþrengjandi fólk.
Að einhver ætlast til einhvers af mér sem að ég sé ekki fram á að geta.
Að einhverjum vini/vinkonu líði illa útaf einhverjum eða einhverju sem ég get ekki lagað en bitnar samt á mér.
Baktal.
Að kennari gefi ekki sanngjarna einkunn.
Að einhver svindli sér í gegnum eitthvað, á meðan ég fari rétt að, en við fáum sömu lof.
Þjófnaður, þú ert bara búinn að vinna fyrir einhverju en síðan kemur einhver bara og fær það ókeypis? Og allt í einu er það sem þú hefur unnið þér fyrir komið í hendurnar á einhverjum lágkúrulegum letingja og aumingja.
Það er semsagt mjög lítið sem pirrar mig ekki og stundum kemur bara combo og þá verður allt vitlaust.
Bætt við 21. janúar 2009 - 20:17
og margt, margt, margt fleira.. ég ætla ekki einu sinni að byrja á að telja upp hlutina sem að kúnnar geta gert sem fer í taugarnar á mér.
og já var að lesa nokkur comment og ég rakst á bail
ekkert pirrar mig meira en þegar ég vil gera eitthvað en einhver nennir því ekki og er bara að halda aftur af mér. Þoli ekki svoleiðis. Og já svo bara bail.. fólk sem segist ætla gera eitthvað en hættir svo við allt í einu… og maður bara….. ÞÚ EYDDIR TÍMANUM MÍNUM Í EKKI NEITT?! og kannski hafði maður bailað á einhverju öðru til þess einmitt að hafa tímann fyrir þetta eða persónuna og svo er maður bara einn að gera ekki neitt á endanum, eyðilagt kvöld eða dagur w/e
ég nenni ekki lengur þetta gerir mig bara pirraðan. og já seinast en ekki síst…
www.hugi.is !!!!
Takk fyrir mig.
Ég hef alltaf rétt fyrir mér.