Já ég veit ég er að gera helling af korkum útum allt en allavega langaði að benda ykkur á þetta greindarvísitölupróf handa öllum þeimn sem langar að vita greindarvísitölu sína (reyndar á það bara að eiga við fullorðna):
http://persona.is/index.php?action=exams&method=display&eid=21&pid=15
Svo vil ég sýna mína niðurstöðu : D
Greindarvísitala þín er 132 stig
Þú svaraðir 48 spurningum réttum af 60
Greindarvísitala gefur þér vísbendingu um getu þína til rökhugsunar. Niðurstaðan á þessu prófi segir þér hvernig þú stendur þig á þessu tiltekna sviði í samanburði við aðra. Skorið 100 þýðir að hæfni þín á þessu sviði er í meðallagi miðað við aðra.
Margir þættir geta haft áhrif á niðurstöðuna eins og þreyta eða truflun af einhverju tagi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að með þessu prófi er ekki verið að mæla greind. Greind samanstendur af mörgum ólíkum þáttum og hér er aðeins komið inn á einn þeirra. Prófið mælir til dæmis ekki tónlistarhæfni, hæfni í samskiptum og margt fleira sem telst til þess að vera greindur.