Sjálfur reyndi ég aldrei að muna regluna nema bara þessa tvo punkta:
Ef það eru tveir mínusar í sitthvorum sviganum sbr. þitt dæmi:
(x-4)(x-4)
Þá er það A og C liðurinn í svarinu sem endar í plúsi, en B í mínus, eins og þú færð út:
x^2 - 8x + 16
Og svo ef að það eru tveir plúsar, þá endar A, B og C í plúsi sbr. þetta dæmi:
(x+4)(x+4) = x^2 + 8x + 16
Annars fer það eftir við hvora töluna (hér t.d. 4 og 8) mínusinn er, hvernig miðju liðurinn endar.
(x+4)(x-8) = x^2 - 4x - 32
(x-4)(x+8) = x^2 + 4x - 32
Ég skal reyna að gera þetta skiljanlegra..
ef það eru tveir plúsar, þá er A, B og C í plús
ef það eru tveir mínusar þá er A og C í plús, B í mínus
ef það er einn mínus og einn plús, þá er A liðurinn í plús, C í mínus en B í mínus bara ef að mínusinn er við hærri töluna. Ef að mínusinn er við lægri töluna þá er A og B í plús, en C í mínus
Ef að þetta tal um A, B og C ruglar þig þá litaði ég í síðasta dæminu mínu A-liðinn rautt (x í öðru liðurinn), B í bláu (x-liðurinn) og C í appelsínugulu (tölu-liðurinn)