Helstu hugmyndirnar eru þó að fælni :
1. Fælni verði til með skilyrðingu, svo sem klassískri skilyrðingu. Í þessu felst að það sem fælnin beinist að hafi í fortíðinni parast við eitthvað sem vekur ótta með fólki af náttúrunnar hendi og fari því að vekja sömu óttaviðbrögð. Dæmi um þetta er ef fólk lærir að óttast tannlækna því þeir parast við sársauka.
2. Fælni myndist með herminámi eða óbeinni skilyrðingu, þar sem fólk læri að hræðast það sem aðrir hræðast. Dæmi um þetta er ef barn fer að hræðast hunda af því að það verður vitni af því þegar hundur bítur móður þess.
3. Fælni verði til með upplýsinganámi, þar sem upplýsingar um að eitthvað beri að varast eða sé hættulegt leiði til fælni sem beinist að því. Dæmi er ef börn verða hrædd við Grýlu því þeim er sagt að hún sé hættuleg. Einnig er líklegt að ótti við föstudaginn þrettánda myndist með þessum hætti.
4. Fælni sé ásköpuð en ekki áunnin. Þetta felur í sér að maður læri ekki að verða hræddur, heldur læri maður að hræðast ekki.
5. Eiginleikinn að læra að óttast sumt meira en annað sé áskapaður.
Vísindavefurinn OJE!
“It was wonderful to find America, but it would have been more wonderful to miss it.” Mark Twain.