Ég geri ráð fyrir að flestir hérna á huga.is eru um eða undir tvítugu. Á okkar stutta lífstíma hafa aðallega verið tveir flokkar við stjórnvölinn hér á Íslandi. Það eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn.

Skuldir Íslendinga í erlendum lánum hafa vaxið og eru orðnar mjög miklar á þessum tíma, sérstaklega undanfarinn 5 ár.
Þessvegna reis bankakerfið hér svona fljótt því þetta var allt byggt á erlendum lánum. Svo þegar skellurinn kemur þá stöndum við ekki undir neinu nema einhverjum pappírsauð(sem er fallinn í verði) en engu raunverulegu verðmæti einsog t.d. fiski í einhverjum mæli. Fiskurinn er óáreiðanlegur og ekki það mikill að hann geti staðið undir þeim skuldum sem núna eru komnar á ísland.
Bankakerfið var orðið á við 12-falda þjóðarframleiðslu og mun því þjóðarframleiðslan fyrir 2009 minnka tólffalt miðað við hvað bankarnir voru að fá í hlutabréfum og öðru sem nú er allt hrunið.
Íslenska þjóðin lifði um efni fram. Við treistum of mikið á bankakerfið og þann litla gjaldmiðil sem við erum með.

Þetta er einsdæmi og þetta er ekki að fara að gerast í löndunum í kring þar sem er fleira fólk og landsframleiðsla er meiri og fjölbreytnari.

Ísland er of einsleitt. Basicly má segja að við höfum aðeins verið að leggja traust okkar á bankana, fiskinn og álið. Þetta er t.d. mjög gagnrýnt í skýrslu alþjóðagjaldeyrisstjóðsins.

Hvernig ætlum við að borga þessar skuldir til A.G.S. ef álver fer hríðlækkandi og fiskurinn er ekki nógu áreiðanlegur heldur.

Svo bætir ekki úr skák að við erum með dýralækni fyrir fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sem féll í stærðfræði.

Núna á okkar kynslóð að sópa upp skítin fyrir þá og þeirra mistök.
Það er víst að við þurfum að efla fleiri atvinnuvegi og strá fræjum okkar á fleiri slóðir.