Einnig fannst þeim að mismunun kæmi fyrir á mörgum stöðum, að illa gert væri að kalla dvergana í Mjallhvít og dvergarnir sjö dverga, að í sögunni um Öskubusku væru öll kvennréttindi brotin um þverbak og að skíra manneskju Mjallhvíti bæri vott um kynþáttafordóma.
Ég hugsaði nú bara með mér “Guð minn góður”. Hvaða óhemju tepru og aumingjaskapur er þetta í fólki? Síðan hvenær er þetta mannskemmandi fyrir börn? Í öllum þessum sögum er vondur-kall sem fær í lokin makleg málagjöld. Þetta eru dæmisögur til að kenna börnum hvað er rétt og rangt. Í Hans og Grétu lærir maður að fara ekki inn hjá ókunnugum, í Mjallhvíti að þyggja ekkert af ókunnugum, í Öskubusku að allt sé hægt og svo framvegis. Ég tel þetta allt vera góðan boðskap.
Og að segja að þetta séu slæmar fyrirmyndir fyrir börnin. Komm on. Ekki minnist ég þess að hafa viljað verða eins og vonda stjúpan þegar ég var lítil, né að vinum mínum hefði dreymt um að eitra epli eða borða börn…
Vill fólk að börnin þeirra sjái ekkert nema tölvugert ofur-litríkt sjónvarpsefni þar sem helstu vandamál eru að einhver tíndi boltanum sínum?
Og ég persónulega myndi frekar vilja láta barnið mitt heyra þessi ævintýri en að láta það horfa á sjónvarps fréttirnar. Þar má sjá morð, nauðganir, líkamsárásir, innbrot og slátranir á fólki. Og það er í alvörunni. Það eru ekki ævintýri sem börnin vita að er bara bull. Þegar ég var lítil var ég hrædd við nauðgara, að það kæmi stríð, að einhver myndi drepa foreldra mína. Þetta fékk ég úr fréttunum, ekki barna-ævintýrum.
Æjji já, mér finnst þetta kjánalegt.
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.