Jæja.

Árið sem var að líða var feikilega gott og það gerðust margir stórskemmtilegir og áhugaverðir hluti í lífi NoProblem.
Ég hætti í skólanum, hætti með kærustunni, fór á Roskilde, fór til Amsterdam, kynntist helling af æðislegu fólki, þróaði og þroskaði mín áhugamál og þroskaðist sjálfur vonandi eitthvað. Ég ákvað að ég hef lítinn áhuga á að hanga með leiðinlegu fólki og fór eiginlega að reyna að þétta skemmtilega fólkið í kringum mig, og í leiðinni að safna fleirum góðum að en ýta leiðinlegu og lélegu eintökunum í burtu.

En það sem stendur eftir óbreytt er að ég geng ennþá í sömu fötunum. Held ég hafi keypt mér einar buxur, skópar og kannski þrjár nærbuxur í setti á árinu. Ég er ennþá með sama hár+skegg stíl og hangi ennþá að mestu leiti með sama fólki.

Ég horfi bjartsýnn til komandi árs, það mun byrja á heilmiklum breytingum fyrir mig sem verður spennandi að upplifa, og ég vona að ég nái að kynnast meira frábæru fólki, halda sambandi við allt þetta frábæra fólk sem ég þekki núþegar og vonandi upplifa einhver skemmtileg ævintýri með þeim öllum eða flestum.

Hvað með ykkur? Hvað segið þið?