Nú eru átta liða úrslit í fullum gangi í Morfís, MH vann FG með um 200 stigum og MR sagði sig úr keppni á móti Versló.

Þannig að eftir standa:

Kvennaskólinn í Rvk - Flensborgarskólinn í Hfn

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Menntaskólinn á Akureyri (næsta föstudag, 8.febrúar)

Ég vil spá Flensborg sigri ásamt MA (sem unnu í fyrra), hvað finnst ykkur?

Annars stefnir í spennandi keppni í undanúrslitum, Flensborg eru víst með skemmtileg lið, MA unnu í fyrra og munu reyna að gera slíkt aftur, MH er með ræðumann Íslands 2000 og 2001 og hinir eru mjög góðir (allavega þegar ég sá þá). VÍ er VÍ.

(heimasíða morfís er mr.is/morfis)