Gleymdu því ekki að þetta er enn Morfís, mælsku- og RÖKRÆÐUkeppni framhaldsskóla á Íslandi. Rök skipta því miklu máli (eða eiga allavega að gera það), hvort sem þér líkar betur eða verr. Auðvitað eiga ræður líka að vera skemmtilegar, en það er ekkert sem segir að þetta þurfi að vera í mótsögn hvort við annað.
Í sambandi við fortíðardýrkun/fortíðarhyggju þá veit ég ekki alveg hvað Guðni Már er að spá, þetta er einmitt dæmi um slæleg vinnubrögð dómara finnst mér. Fortíðardýrkun er nefnilega íslensk þýðing á orðinu nostalgía, og það var það sem MA-ingar lögðu augljóslega upp með. FB-ingar voru fastir í að segja að dýrkun væri öll slæm. Auðvitað hefðu MAöingar átt að vera betur undir þennan punkt FB-inga búnir og svara honum mun betur, og var það líklega það sem kostaði þá sigurinn. En eftir stendur að FB-ingar skilgreindu hugtakið vitlaust, en ekki MA-ingarnir.
Ekki svo að skilja að allt þetta skipti neinu máli, bara svona að benda á þetta. Ég hef engar sérstakar tilfinningar til MA, ég hugsa að þetta lið hefði til dæmis aldrei átt möguleika á titlinum í ár, en það hafa FB-ingar heldur ekki, finnst mér.
Tvennt sem þú minntist á:
Tímamörkin. Þegar ræður eru skrifaðar til þess að vera fyndnar eiga góð lið að gera ráð fyrir þessum hléum til að leyfa fólki að hlæja, og ef þeir vita að ræða er tæp á tíma eiga gæoðir ræðumenn að miða svör við það. Mjög góðir ræðumenn fara einfaldlega aldrei yfir á tíma, enda er mjög auðvelt að forðast það. Þess vegna kallaði ég þetta slæleg vinnubrögð sem þetta og voru.
Gunnar. Fyrri ræðan hans var fyndin, verulega. En rökin voru af skornum skammti, og eins og ég benti á fyrr er þetta líka rökræðukeppni, eða ætti a.m.k. að vera það. Og svörin hans í seinni ræðunni voru mjög léleg. Ég hef nú ekki séð dómarablöðin fyrir keppnina, en mér hefur verið sagt að einkunn fyrir svör Gunnars hafi ekki verið lægri en hinna, sem mér finnst undarlegt. Skítt með mismælgi eins og að segja Hetler, slíkt getur gerst. En að klúðra tilvitnun úr biblíunni, og að rugla saman Leonardo da Vinci, sem minnst hafði verið á af liði MA-inga, og Michelangelo, sem hvergi kom við sögu, er slæmt.
Það getur svo vel verið að FB-ingar hafi átt sigurinn skilinn, þeir voru, eins og þú bentir á, með mjög fyndnar ræður, og ég er ekki að gráta þennan sigur neitt. Ég er samt ekki sammála því að munurinn hefði jafnvel átt að verða meiri. Ég reyndi að vera eins hlutlaus og ég gat við að horfa á þessa keppni, og held að mér hafi tekist það (ég hef hvort eð er aldrei verið mikill MA-ingur í mér), og mér fannst einfaldlega mun skemmtilegra að hlusta á lið MA-inganna (sérstaklega stelpuna sem var meðmælandi). Mér finnst hins vegar leiðinlegt að Morfís sé að verða bara mælskukeppni, en ekki rökræðukeppni, eins og hún á að vera. Það er ekki skrítið að vinsældunum hafi hrakað.<br><br><center><font face=“courier” size=“1” color=“#EFEFEF”><br>+——-+—————————————+<br>| rotta | ég hef tekið of stóran skammt af engu |<br>+——-+—————————————+</font></cente