jáá… þetta er búinn að vera sucky-ass dagur !
ég er loksins komin með bílprófið og bíl, þannig að ég ákvað að skreppa í bæinn í dag og versla jólagjafir og allt er í góðu, jú það er brjálað veður, 30m/s og greeenjandi rigning.
Ég keyri bara skynsamlega, er bara að dúlla mér á 80 og reyna að halda mér á veginum, lítill bíll, stórar vindkviður allavega.. Þá tek ég allt í einu eftir að snúningsmælirinn fer á e-ð algjört flipp og ég fer af bensíngjöfinni og hann hættir ekki, rokkar bara upp og niður og ég fer að finna skrítna lykt þannig að ég ákveð að fara bara útí kannt og drep á bílnum og hringi í mömmu og pabba og spyr hvað ég eigi að gera, þau vita ekkert og þá ákvað ég að hringja í neyðarlínuna og þau gefa mer samband við lögguna og ég segi henni hvað gerðist og hvort þeir geti e-ð hjálpað 17 ára stelpu sem er nýkomin með bílprófið..
þá fæ ég bara svarið, sorry við erum ekki með neina bíla og getum ekki gert neitt fyrir þig, Bless. Mikil hjálp í þeim ! Þannig að ég hringi í pabba og bið hann um að koma að sækja mig og sit bara áfram inní bíl með hættuljósin á (mikil umferð). ooog svo auðvitað varð bíllinn rafmagnslaus eftir svona 5-10 mín þannig að ég þurfti að sitja inní ííísköldum bíl í næstum klukkutíma þangað til pabbi kom að hjálpa mér.
og auðvitað voru allir sem keyrðu framhjá rosalega uppteknir af sjálfum sér og ekki EINN bíll (af 150+ hætti þá að nenna að telja) gaf sér sma tíma í að stoppa og athuga hvort það væri allt í lagi með mig, eða hvort ég þyrfti einhverja hjálp eða neitt ! og svo auðvitað svona hálftíma eftir að ég var búin að tala við lögguna, keyrir þá ekki löggubíll framhjá mér ! og hann stoppar ekki einu sinni !!
Meina hvað ef ég hefði fengið flog undir stýri eða e-ð gerst, öllum sama, bara að drífa sig heim sjálft ! Er fólk virkilega svona rosalega upptekið af sjálfum sér að það getur ekki tekið sér smá tíma í að vera gott við einhverja aðra :/
og núna frábært, veit ekkert hvað gerðist fyrir bílinn, hann er farinn á verkstæði og ég veit ekkert hvenær ég fæ hann aftur :( og ég gerði ekki einu sinni neitt !
oohhh…. þetta er svo pirrandi !
Bætt við 22. desember 2008 - 20:56
og já, eftir að ég stoppaði og hringdi í mömmu og pabba, þá gat ég ekki startað bílnum aftur, og þá hringdi ég í lögguna.