Þetta verður mjög áhugaverður og skrítinn þráður og ég þarfnast ykkar hjálp kæru hugarar.
Þetta er svona semi foreldranöldur.. ok skal koma mér að efninu. Eg hitti þessa yndislegu stúlku sem er hálfur gyðingur og allt í key með það, ég er mjög hrifinn af henni og hún mér nema það að mamma mín sagði við mig að hún vildi ekki sjá stelpuna inn fyrir sinn þröskuld og eitthvað kjaftæði, ég nátturulega verð orðlaus og spyr afhverju og það er útaf því víst að hún er hálfur gyðingur.. eða ‘júði’ eins og gamla orðaði það.. ég segi við hana að gyðingar séu fólk og hun ætti ekki að rakka hana niður, tjaaahh kæru hugarar.. hvern fjandann á ég að gera? á ég að segja gömlu að loka á sér þverrifunni og halda áfram að hitta hana eða á ég að fara eftir því sem hún segi? Eru gyðingar verri en aðrir?