Aldursflóran á ráðherrabústaðs/FME/Landsbankamótmælunum var allt frá 17-57 ára og nánast enginn sem kennir sig við sömu stjórmálastefnu. Jújú, það eru þarna menn úr hópi anarkista en líka fólk sem hefur allt aðrar hugmyndir. Þetta “ungmenni úr hópi anarkista” dæmi er algert bull og vitleysa.
Þessi “tjellz” er búin að tapa mörgum billjörðum vegna hruns bankanna og er alveg brjáluð. Eða þetta er einhver stelpa sem á varla fyrir strætó og vill bara vera svöl og mótmæla ?
Þarf þetta að koma manni geðveikt persónulega við? Getur maður ekki séð ósanngirni þar sem hún er, og viljað styðja við fólkið og lýðræði?
Má kannski ekki gefa pening til þróunarlanda ef maður hafi aldrei sjálfur búið þar (rsum)?
Annars er svona unglingalið sem veit varla hvað þetta snýst um fáránlega pirrandi. Man alltaf eftir 9. & 10. bekkingunum sem lokuðu miklubraut í trukkamótmælunum :') “Við erum að mótmæla BENSÍNI!”
Vil benda á að það er mjög mismunandi eftir fréttamiðlum “hverjir” eru að mótmæla. Skv. RÚV eru þetta yfirleitt ungmenni en skv. flestum öðrum er þetta fólk á öllum aldri. Svo skv. fólkinu sjálfu sem var þarna er þetta fólk á öllum aldri.
Svo er alltaf mikið minna af mótmælendum skv. RÚV en á öðrum miðlum. Og oftast minna af lögreglumönnum líka.
Vil benda ykkur sem horfa/lesa/hlusta aðallega á RÚV á það að þetta er eitthvað..skrítið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..