Fólk eins og þú og ég? Ekki alveg. Þetta er fólk með verulegt vald í höndum, þeirra starf er að sinna hagsmunum þjóðarinnar, mér sýnist þau ekki hafa það efst í forgangsröðinni akkúrat núna. Enginn er með minna en hálfa millu í laun á mánuði, þau eru tæpast að fara að svelta, þessi “grey”.
Það eru nú margir búnir að missa vinnuna, fólk sem má engan veginn við því og á ekki næstum því sömu tekjumöguleika og ríkisstjórnarpakkið.
Þau voru jú “lýðræðislega kosin”, og ef það ríkir svokallað lýðræði hérna, þá finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þau segi af sér ef við förum fram á það. Þetta er bara fólk sem er ekki að standa sig í starfi, fólk sem stendur sig ekki í starfinu er rekið. Er þetta jú ekki “fólk eins og þú og ég” eins og þú segir?
Það er ekki að ástæðulausu að yfir 90% landsbúa vilja sá breytingar í þessari ríkisstjórn…
Og endilega, farðu upp í ráðherrabústað og hvettu þau til að haga sér betur, þau eru jú alltaf tilbúin að “hlusta” þó svo það fari út um hitt eyrað á svipstundu.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.