Margir hlutir sem eru að fara endalaust í taugarnar á mér þessa dagana.

1.
Virðist alltaf vera að um leið og einhver kemur með grein eða kork um Trú vs. Vísindi, hvort sem það er með eða á móti, virðast alltaf spretta upp svona 9000 korkar og greinar frá margvíslegum einstaklingum, sem þykjast gáfaðari og vitrari en sá síðasti. Fjandans andskotinn hafi það, verið sammála um að vera ósammála, og haldiði fokkin' kjafti.
Finnst bara eitthvað svo endalaust þroskaheft við það að fólk virðast keppa í því að gera þessa korka, bara til þess eins að tala niðrandi um hvort annað. Í alvörunni, þetta er eins og að fylgjast með svona tvöhundruð illa uppöldum 5 ára krökkum að rífast um sama leikfangið.

2.
Tíska og útlit áhugamálið.. Get ekki sagt að ég hafi neitt sérstakt á móti því sem slíku, en undanfarið hefur mér þótt það vera svona aðal hangout pleis fyrir athyglissjúkar gelgjubeyglur, að posta einhverjum myndum af brjóstaskorunni á sér, undir því yfirskini að þær fóru í klippingu. Grow the fuck up.

3.
Þessi djöfuls kannabis umræða hefur verið viðloðandi innan veggja huga núna í marga mánuði, eins og eitthvert helvítis krabbamein. Fer í taugarnar á mér. Og það eina sem mér finnst ég ekki hafa séð, eru vel studd rök með lögleiðingu kannabiss efna, sem komu ekki frá einstaklingi sem hægt er að setja stórt spurningamerki við, vegna algerrar niðurríðslu á málfari og rökfærslum.

En svona þar fyrir utan, hef ég ekki geta sofið fullan nætursvefn í einn og hálfan mánuð og ég er nýhætt að reykja.
Andskotans helvítis helvíti.