Ímyndaðu þér að næstum því allir í kringum þig séu hluti af hóp sem dýrkar stóran Stubb (eða Teletubby, eins og
þennan). Síðan fá þessi Stubbasamtök framlög frá ríkinu til að geta byggt samkomuhús til að dýrka Stubbinn, menn mennta sig í stubbfræðum og tileinka líf sitt því að vinna í stubbdýrkunarhúsunum sem ríkið borgaði.
Svo er einn sendiboði Stubbsins sem lætur keyra sig um á sérstökum bíl með glerkassa, þegar þessi sendiboði Stubbsins mætir á svæðið þá missa sig allir og reyna að sína honum sem mesta virðingu. (Ég bjó í kaþóslku landi).
Fólk bannar að kenna þróunarkenninguna vegna þess að bókin um Stubbinn segir að Stubburinn hafi gert þetta allt sjálfur og á 1000 ára tímabili í sögu Evrópu hafi hópur þeirra sem dýrkuðu Stubbinn troðið niður alla nýsköpun og framfarir og þarna hafi myndast alger menningarleg lægð, bæðið miðað við tíman fyrir og eftir.
Þætti þér það ekki pirrandi?