Pff.. Veistu ég á nokkra vini í Læknadeildinni í HÍ. Og það sem þú færð að gera þar og miðað við það sem þú færð að gera úti. Að það er himinn og haf á milli þess.
Ég er allsekki að setja út á læknadeildina hérna á íslandi. Því það er sumt sem hún getur ekki gert vegna fólksfjölda í landinu.
Fyrst þú ert nú byrjaður að ræða þetta, að þá er inntökuprófið í læknadeildina mesta rugl ever. Pabbi vinar mins sem er btw læknir. Var að segja okkur að læknar á íslandi eru almennt á móti þessu inntökuprófi. Því “A” það segir ekkert um getu þína að vera læknir, það síjar ekki út þá sem hafa ekkert erindi í læknisfræðina. Það mælir bara almenna þekkingu á hlutum. Síðan í gegnum árin hefur prófið orðið bara af e-h gettu betur.
Það að vera læknir er ekki bara að vera klár í kollinum, heldur þarftu líka að hafa samúð, ásamt viljanum að verða læknir. En því miður eru of margir sem eru að fara í gegn sem hafa “A” engan áhuga á þessu og “B” vegna peninganna. Ég myndi giska á að um það bil 70-80% fara í prófið bara til þess að prufa, þeim er skítsama hvort þeir komast inn eða ekki, ef þeir komast inn að þá bara ehh komst inn veii og síðan búið. Og þetta fólk er að taka sætið fyrir manneskjum sem myndu verða mun betri læknar. Ég hef heyrt frá svo mörgum atvikum sem þessum að hálfa væri nóg. T.d. á síðasta ári, fór vinkona mín í þetta próf, hún dúxaði á stúdentsprófinu hún hafði viljan og vildi svo sannarlega fara í lækninn og verða læknir, vinur hennar fór með sem er svona Gettu-betur gaur og fór hann bara til þess að prufa, var skítsama hvort hann kæmist inn eða ekki. Þetta endaði þannig að hann komst inn en hún ekki.
Síðan eru það siðferðisspurningarnar, það er víst nóg að lesa eina ákveðna bók og þá rústarðu þeim sp. Eins og þú sérð, þá er þetta próf útúr gallað það hefur ekki þau sömu gildi og það hafði áður.
Það sem ætti að gera, er að hafa viðtöl. Þau taka langan tíma en þau myndu svo sannarlega sía þá í burtu sem eiga ekkert erindi þangað inn. Meina þetta er fólkið sem mun taka ábyrgðina á milli lífs og dauða. En vegna þess hve fjöldinn er orðinn mikill að þá var bara ákveðið að skella á einu góðu prófi á liðið.