Þú veist greinilega ekki neitt um cannabis.
Það er einn skaðlausasti vímugjafi sem til er. Auðvitað er hægt að skemma sig af cannabis (sérstaklega ef maður reykir það) en mikill minnihluti þeirra sem neyta cannabiss, neyta þess einu sinni í viku eða sjaldnar. Flestir þeir sem reykja það daglega geta hætt því án mikilla erfiða. Aldrei hefur verið sýnt fram á “langtímaáhrif” sem hverfa ekki eftir nokkurra mánaða pásu.
Þú segir að þú viljir harðari fíkniefnadóma. Fyrir utan siðferðilegu rökin að leyfa fólki að gera það sem vill svo lengi sem það skemmir ekki fyrir öðrum, þá hefur það ekkert nema slæm áhrif á samfélagið að herða fíkniefnadóma.
Ef við berum saman neyslu í Bandaríkjunum og í Hollandi þá eru 38% Bandarískra ungmenna á aldrinum 12-18 ára sem hafa notað cannabis. Í Hollandi eru það 21% á sama aldri. Þar af höfðu 11% hollenskra ungmenna neytt kannabis á síðaustu fjórum vikum en 18% Bandarískra ungmenna. Hlutfall þeirra sem hafa, í sama aldurshópi, prófað kókaín í Bandaríkjunum er 1.7%, samanborið við 0.3% í Hollandi. Hollenska fíkniefnalögreglan er þar að auki mjög ánægð með áhrifin sem löggjöfin þar í landi hefur haft.
Guðmundur Sigurfreyr
Þegar litið er til annarra landa í Evrópu kemur í ljós að neysla kannabisefna er ívið meiri hjá þeim þjóðum sem fylgja strangari stefnu í fíkniefnamálum.
Með hækkandi refsingum eykst verð á fíkniefnum, en fjöldi neytenda virðist ekki lækka. Hækkandi verð hefur í för með sér aukna glæpi.
Nokkrir af fjölmörgum góðum punktum úr þessari grein:
http://sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.htmlkíktu líka á heimildirnar ef þú ert ekki sannfærður.
Hræðilegt að sjá fólk sem veit ekkert um cannabis skíta útum rassgatið á sér um efnið og fíkniefnalöggjöf almennt.
Bætt við 13. desember 2008 - 21:12 Auk þess gætum við kippt teppinu undan fótunum á glæpastarfsemi með lögleiðingu. Stærsta tekjulind hryðjuverkasamtaka er eiturlyfjasala. Efnin væru miklu ódýrari (og hreinni, sem stuðlar beint að fækkun dauðfalla af völdum skemmdra efna) sem myndi einnig minnka óúthugsuð sjoppurán frá Dabba dópista og Ragga róna. Handrukkanir myndu einnig minnka mjög mikið, þar sem að langflestir sem nýta sér þessa innheimtuaðferðir eru að stunda sölu á ólöglegum vímugjöfum.