Hver er skilgreining fólks á þunglyndi?
Ef maður hefur átt erfiðan dag og líður illa .. mynduð þið kalla það þunglyndi?
En fólk sem hefur það bara gott og líður illa án þess að vita ástæðuna?
Mörgum sem þjást af ,,mildu" þunglyndi gæti liðið strax betur eftir að hafa rætt við einhvern um vandamál sín.Verð eiginlega að spurja .. afhverju í andskotanum er þetta kallað þunglyndi ef að allt sem þarf að gera er að tala við einhvern? (meina þá .. þeir sem eru með “milt” þunglyndi geta sagst vera þunglyndir >.>)
· Vonleysi - Kvartað yfir ýmsu, s.s. peningaleysi, vinnuna, hávaða, umhverfið, einsemd, skort á ást og umhyggju og erfiðleika með einbeitingu. Þá eru sjálfsvígshótanir, sjálfsvígstilraunir, aukin sektarkennd, vantraust á eigin getu og grátur einnig algengt hegðunarmynstur.
· Einangrun - Draga sig til baka félagslega, tala ekki við aðra, missa úr vinnu, erfiðleikar að tjá sig og tala við aðra, minnkuð matarlyst, lágróma rödd, breytingar á þyngd, sterk tilhneiging til þess að liggja fyrir uppi í rúmi, minnkuð kynferðislöngun, vanræksla um eigið útlit og minnkuð ánægja með að gera það sem áður var gaman.
· Doði - Tómleikakennd, depurð, dofin tilfinning fyrir nánast öllu, síþreyta, taugaveiklun, eirðarleysi, leiði, áhugaleysi, finnst sem aðrir hafi yfirgefið sig eða gefist upp á sér og minnkaður áhugi á samskiptum við aðra, á kynlífi, mat, drykk, tónlist, o.s.frv.
· Skert hæfni - Sífellt að væla eða láta sér leiðast, skert skopskyn, slök skipulagshæfni og vangeta til þess að leysa úr eða sjá út lausnir á minni háttar vandamálum.
· Neikvæð viðhorf - Lélegt sjálfstraust, sjálfsmyndin neikvæð, svartsýni, vonleysi, hjálparleysi, að gera ráð fyrir hinu versta, sjálfsásökun, sjálfsgagnrýni, sjálfsvígshugsanir.
· Líkamleg einkenni - erfiðleikar með svefn (erfitt að sofna, sofa mikið eða vakna snemma), kynhvöt í lágmarki, léleg matarlyst, þyngdaraukning eða þyngdarminnkun, meltingartruflanir, hægðartregða, höfuðverkir, svimi, sársauki og aðrar álíka kvartanir eða einkenni .
Áhrif þunglyndis á vinnuna
Þunglyndur maður getur farið að hegða sér undarlega eða er ekki eins og hann á venjulega að sér. Samstarfsmenn hans geta til dæmis tekið eftir því að hann
· vinnur óvenju hægt
· gerir fleiri mistök en hann er vanur
· getur ekki einbeitt sér
· gleymir mörgu
· mætir seint til vinnu og á fundi
· mætir alls ekki
· lendir í þrasi og rifrildum við samstarfsmenn sína
· á erfitt með að deila út verkefnum til annarra
· leggur of hart að sér, eða reynir að gera það