Nú er ég ekki bara pirruð heldur líka í vondum málum. . .
ég er stödd í skóla í útlöndum og kem heim eftir viku þannig að þessa vikuna eru frekar mikil útgjöld, lestarmiðar, leiga og jólagjafir. En á sunnudaginn hætti Pin númerið mitt að virka í hraðbönkum. Og ég veit að ég er að setja rétt pin númer og ég hef prófað þetta í milljón hrðabönkum núna.

Ég hringdi í bankann minn í gær, Glitni og þau segjast ekkert geta gert fyrir mig!! Þó ég hafi sagt þeim að ég sé jú stödd í útlöndum og þurfi nauðsynlega að nota kortið mitt. Þau vita ekki af hvejru pin númerið virkar ekki, geta ekki séð hvert raunverulega pin númerið mitt er eða af hverju það breyttist. Það eina sem þau geta gert er að senda mér nýtt pin númer sem tekur nokkra daga!!

Jújú ég er með kredit kort líka en ég ætlaði að reyna að forðast að nota það eins og ég gæti.

/pi