Sæl öll, veit að þetta er böggandi lítill þráður en ég er pirruð og missti af prófinu mínu útaf skítaveðrinu úti og er bara í vonduskapi og vil láta heyra í mér, svo til allra í tækniskólanum segi ég þetta :
Breytist þið öll í FÁVITA þegar að það kemur snjór á línurnar á bílastæðunum? Missið þið alla hæfileika til að leggja eins og manneskjur í snjónum? ER þetta of erfitt fyrir ykkur?
Gaman að koma aðeins of seint í próf og þurfa að leggja út í rassgati útaf því að það eru 12 bílar sem að eru lagðir eins og fávitar vítt og dreift um plan sem að heldur alveg vel fleiri bíla heldur en að voru þarna!

DISES FOKKING KRÆST!

Bætt við 8. desember 2008 - 15:39
ATH VIÐBÓT VARÐANDI STRÆTO!!!

Það Kostar ÞRjÚFOKKINGHUNDRUÐ krónur í strætó! 300!!!! ég á ekki fokking 300krónur til að borga í strætó í skólann, 300 til baka, 300 í búðina, 300 til baka, það er 1200 kr, sem er bensín fyrir svona 3 daga fyrir mig….
ég er ekki fædd hérna og á ekki lögheimili hérna, þannig að já, endilega heimska strætódrasl að gefa öllum þeim sem eiga lögheimili og mömmu og pabba í reykjavík til að skutla þeim í kringluna og í skólann og í bíó og fullt af shitti, en ekki okkur sem að þurfa að vinna, skrapa saman peningum, og hafa engann til að skutla sér frítt um, nei endilega, gefum reykvísku krökkunum aukalega frítt í strætó ofaná peningaflóðið og skutleríið frá mömmu og pabba…


og JÁ, ég er bitur, og skammast mín ekki fyrir það.
Prófiði að lifa á 40 þúsund krónum á mánuði, og hvað þá þegar að ástandið er svona að allt hækkar! Frábært… æði… fuck you…