Rekinn = Þegar maður er rekinn á staðnum og fær ekki að koma aftur í vinnuna án þess að fá borgaðan uppsagnafrest.
Sagt upp = Þegar manni er sagt upp fær maður 3 mánaða uppsagnafrest sem maður þarf yfirleitt að vinna upp, en í sumum tilvikum fær maður þá borgað án þess að þurfa að vinna.
Það fer allt eftir tilfellinu. Ég myndi segja að það að vera rekinn sé undirflokkur í því að vera sagt upp. Þeas ef þú brennir fyrirtækir sem þú vinnur í þá ertu rekinn en þér er á sama tíma sagt upp. Þegar þú ert rekinn geturu í felstum tilfellum gleymt því að fá starfið þitt aftur.
Aftur á móti þegar þér er sagt upp þá getur það verið vegna erfiðleika hjá fyrirtækinu og þú ert einn af þeim óheppnu sem fækkun á starfsfólki bitnar á. Þá er þér sagt upp en það er á full gráu svæði að segja að þú varst rekinn. Í þessu tilfelli getur þú að öllum líkindum fengið vinnuna aftur þegar fjárhagsstaða fyrirtækisins er orðin betri
Þessu má í rauninni líkja við að vera hennt út af skemmtistað Rekinn => fleygt út útaf því að þú gerðir eitthvað fávitalegt. Sagt upp => Farið með þig kurteislega til dyra og þér sagt að koma ekki aftur inn.
ég lít á þetta svona Rekinn: Þú vannst illa og þú varst leystur upp frá störfum Sagt upp: Þú vinnur vel en fyrirtækinu gengur illa svo það þarf að fækka starfsmönnum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..